Eldsneyti
Flugmálafélagið hefur frá stofnun haft það að markmið að efla flug á Íslandi. Sú ákvörðun var því tekin árið 2015 að hefja samstarf við eldsneytisfyrirtæki um sölu á bílabensýni til notkunar á flugvélar. Samningar tókust við Atlantsolíu sem nú hefur sett upp dælu í Fluggörðum.
Félagsmenn aðildarfélaga FMÍ geta sótt um dælulykil hér að neðan.
Umsóknarferlið er svo hljóðandi:
-
Fylla út umsóknarform.
-
FMÍ kannar hvort umsækjandi sé félagi í aðildarfélagi FMÍ.
-
FMÍ framsendir umsókn um dælulykil til Atlantsolíu í nafni umsækjenda.
-
Umsækjandi sækir lykil til Atlantsolíu.
Umsókn um dælulykil
Endurgreiðsla
Flugmálafélagið hefur um nokkurt skeið unnið að því að fá viðurkenningu á endurgreiðslu opinberra gjalda á bensín. Straumhvörf urðu í þeirri baráttu þegar Gylfi Árnason fékk úrskurð frá ríkistollanefnd þar sem endurgreiðslan var viðurkennd. Úrskurðinn má lesa hér.
Embætti Tollstjóra hefur sent tillögur til Fjármálaráðuneytisins að reglugerð um þessi mál. Flugmálafélagið hefur komið því á framfærið við ráðuneytið að það verði umsagnaraðili um reglugerðina til að tryggja að endurgreiðsluferlið verði sanngjarnt, einfalt og ódýrt í framkvæmd fyrir bæði flugmenn og ráðuneytið. Félagið mun vinna í því máli áfram og hvetur aðildarfélögin til að hafa samband ef þau hafa einhverjar athugasemdir eða ábendingar varðandi það.
Vinnulag endurgreiðslu
Á meðan ekki er tilbúin reglugerð hyggst Tollurinn vinna eins og lýst er í eftirfarandi á eftirfarandi hátt:Það sem þarf til þess að geta afgreitt endurgreiðslu hjá Tollinum eru eftirfarandi gögn:
-
Umsóknareyðublaðið E-20. (sækja eyðublað)
-
Frumrit reikninga.
-
Einkennisstafi og tegund flugvélar.
-
Eyðsla flugvélar pr. klst.·
-
Flugtími
Þessar upplýsingar á að senda á Steinarr Magnússon (steinarr.magnusson@tollur.is) og óska nánari upplýsinga hjá honum ef spurningar vakana.
Best er að setja upplýsingar fram í Excel skjali. Það flýtir fyrir allri endurgreiðslu sem getur þá tekið nokkra daga.
Það er mat stjórnar FMÍ að vegna bílabensínáfyllinga á flugvélar árið 2014 eigi að endurgreiða um það bil 82kr. á hvern lítra. Að auki ber að greiða vexti frá greiðsludegi reiknings, og dráttarvexti frá dagsetningu kröfunnar sem send er Tollinum þar til endurgreiðsla á sér stað. Kröfur geta verið gildar allt að fjögur ár aftur í tímann.