top of page

Flugmálafélag Íslands

Stofnað 1936

Stefna

Stefna Flugmálafélagsins er að efla flug á Íslandi. Félagið vinnur að þeirri stefnu með margvíslegum hætti svo sem flugsýningum, flughátíðum, fræðslu og nánu samstarfi við opinbera aðila.

 

Innan félagsins starfa nær öll félög, samtök og hópar sem tengjast flugstarfsemi og flugíþróttum á Íslandi.

 

Þá hefur Flugmálafélagið frá stofnun haft sporgöngu um að efla flugöryggi með fræðslu, fundarhöldum og góðu samstarfi við aðildarfélög og opinbera aðila í flugöryggismálum.

„Á Hellu kemst fólk í mikla nálægð við flugið. Hér sitjum við í grasinu við flugbrautina þegar DC3 tekur á loft. Það var ógleymanleg stund.“

AÐILDARFÉLÖG

Aðildarfélög

Aðild að flugmálafélaginu er opin öllum íslenskum félögum, samtökum og rekstraraðilum í flugi og flugtengdum greinum. Hér má sjá þau félög sem teljast til fullgrildra aðildarfélaga og hafa seturétt á aðalfundi.

Flugmennt (1974 ehf.)

Fallhlífasamband Íslands
Fallhlífastökkvarar Íslands
Félag íslenskra einkaflugmanna
Fisfélag Reykjavíkur
Flugfélagið Ernir ehf.
Flugfélagið Geirfugl ehf.
Flugklúbbur Mosfellsbæjar
Flugskóli Íslands
Flugklúbbur Selfoss
Flugsveitin

Mýflug

Norðurflug

Örninn - Hollvinafélag Flugsafns Íslands
Svifflugfélag Akureyrar
Svifflugfélag Íslands
Svifvængjafélagið Bólstri
Þyrluþjónustan ehf.
Þytur ehf.
Þytur,flugmódelfélag
Vélflugfélag Akureyrar
Volcano Heli ehf.
Yakar, flugklúbbur alþýðunnar ehf.
Reykjavik Drones ehf.

Flug

Flugmálafélagið hvetur áhugasama til þess að láta drauminn rætast og prófa að fljúga. Innan félagsins starfa mörg aðildarfélög sem taka vel á móti áhugasömum einstaklingum sem vilja kynnast flugi. Einfalt er að fara í kynnisflug á flugvél, svifflugu, svifvæng, fallhlíf eða stjórna flugmódeli.

 

Fyrsta skrefið er að hafa samband við einhvern af þeim aðilum sem hér eru nefndir og hafa hugfast að flugið er fyrir fókl á öllum aldri - aldrei er of seint að byrja.

FLUG
20240305_212859.jpg

„Flugöryggisfundir eru fundir þar sem flugmenn deila reynslu sinni og læra af mistökum. Þetta eru mikilvægir fundir sem eru afar vel sóttir.“

FLUGÖRYGGI

Flugöryggi

Flugmálafélagið er leiðandi afl í flugöryggismálum og hefur frá stofnun lagt mikla áherslu á umræður, fræðslu og vandaða flugmennsku. Félagið heldur árlega flugöryggisfundi, miðlar efni á samfélagsmiðlum og vinnur að öryggismálum í samstarfi við aðildarfélög. Þá hefur félagið átt gott samstarf við Rannsóknarnefnd flugslysa um árabil.

 

Með samstylltu átaki hefur banaslysum fækkað mjög í flugi hérlendis síðustu árin. Markmið flugmálafélagsins er að sú þróun haldi áfram um ókomna tíð.

„Flugið er öruggasti ferðamáti sem hægt er að finna vegna þess hve góð öryggismenning hefur myndast innan flugsins.

STARFIÐ

Starfið

Flgumálafélagið stendur árlega fyrir tveimur stórum atburðum í flugsamfélaginu; annars vegar flugsýningin á Reykjavíkurflugvelli og flughátíðin á Hellu sem haldin er í júlí ár hvert. Hér má sjá myndir frá þessum atburðum auk svipmynda úr starfi aðildarfélaga Flugmálafélagsins.

358545260_10226409731421264_3084001851966049132_n.jpg

„Kvöldvakan á Hellu er hápunktur flugsumarsins þar sem flugvélarnar þagna og fögur söngröddin tekur við - í það minnsta í minningunni“

STJÓRN

Stjórn

Núverandi stjórn og Forseti félagsins er eftirfarandi:

Matthías Sveinbjörnsson, Forseti

 

Ágúst Hrafnkelsson, Gjaldkeri og Varaforseti
Edda Ingibjörg Eggertsdóttir, Varaforseti

Friðgeir Guðjónsson, Ritari
Gísli Birgir Sigurðarson

Halldór Kr. Jónsson
Sveinn Kjartansson
Valdimar Jóhann Bergsson

20170603_151049.jpg

Hafðu samband

Flugmálafélag Íslands

Flugskýli 25

Fluggörðum

Reykjavíkurflugvelli

 

stjorn@flugmal.is

 

SAMBAND
bottom of page