Flug í óbyggðum
Snertilaus ferðamáti um náttúru Íslands
Náttúra Íslands er viðkvæm og mikilvæg. Ferðir akandi og gangandi um landið hafa frá upphafi tíma valdið raski á landi við gerð þjónustumiðstöðva, tjaldsvæða, þjóðvega, fjallvega, vegslóða, göngustíga og slóða. Þrátt fyrir það hefur sátt verið um takmarkað rask til þess að opna leiðir fyrir fólk að náttúru og víðernum Íslands.
Flug er umhverfisvænasta leiðin til þess að kynnast náttúru Íslands þar sem loftfar snertir hvergi landið nema á lendingarstað og skilur ekki eftir sig rask á landi eða gróðri. Þá getur loftfar þakið mikið svæði á stuttum tíma og með því valdið sem minnstri mengun og hljóðspori á hvern farinn kílómeter.
Flugmálafélagið hefur lagt áherslu á gott samstarf við félög í ferðaþjónustu, umhverfisvernd og óbyggðarmálum með það fyrir augum að treysta aðgengi loftfara að óbyggðum, efla flugöryggi með fjölgun lendingarstaða í óbyggðum og með miðlun upplýsinga til flugmanna um óbyggðaflug.
Flugtegundir
Segja má að allir sem stunda flug fljúgi með einum eða öðrum hætti í óbyggðum. Íslenskir flugmenn hafa skoðað íslenska náttúru úr lofti frá upphafi flugs á Íslandi. Flugvél snertir hvergi náttúruna og raskar því ekki gróðri, landi eða dýralífi. Miklu skiptir að haga flugi í óbyggðum, við friðlýst svæði og við ferðamannastaði svo að tekið sé fullt tillit til annars fólks á sömu svæðum.
Flugi í óbyggðum má skipta gróflega í fjóra flokka.
Almannaflug
Íslenskir flugmenn og nemar skipta þúsundum og nýta þeir flugleiðir í lofti með sama hætti og aðrir nýta þjóðvegi, fjallvegi og slóða um land. Flug af þessari gerð er ýmist á minni flugvélum, svifflugum eða svifvængjum.
Útsýnisflug
Atvinnuflugmenn fara með fólk í útsýnisflug frá mörgum stöðum á landinu. Slíkt flug er farið á flugvélum og þyrlum og er farið m.a. frá Reykjavík, Selfossi, Hellu, Akureyri, Mývatni og víðar. Útsýnisflug er vinsælt meðal almennings og ferðamanna.
Verkflug
Verkflug er flogið til þess að leysa tiltekin verkefni svo sem ljósmyndatöku, kvikmyndatöku, efnisflutninga, flutning ferðamanna eða vista svo eitthvað sé nefnt. Verkflug er vaxandi þáttur í atvinnuflugi.
Drónaflug
Ljósmyndarar og kvikmyndatökumenn nýta lítil loftför sem nefnd eru drónar. Þessi loftför geta flogið á fullri sjálfstýringu eða handstýringu og eru áberandi í kvikmyndaiðnaði og á meðal einstaklinga við ferðamannastaði.
Óbyggðaflug
Í löndum þar sem byggð er strjál og víðerni mikil hefur þróast svonefnt óbyggðaflug þar sem flugvélar, og þyrlur, eru sérhannaðar til flugtaka og lendinga utan brauta og þekktra lendingarstaða. Flugvélar af þessari gerð eiga það sameiginlegt að vera kraftmiklar, á mjög stórum og mjúkum dekkjum og hafa vængir þeirra verið sérhannaðir til flugs á lágum hraða. Þegar þessi atriði koma saman í einu loftfari verður úr geta til þess að lenda og taka á loft á örstuttu svæði án þess að skilja eftir rask á umhverfi.
Á Íslandi eru fjöldu flugmanna sem stunda flug af þessari gerð enda mörg svæði í náttúru Íslands sem nær ógerlegt er að heimsækja nema með þessum hætti.
Lendingarstaðir
Flugbrautir eru víða á hálendi Íslands og í óbyggðum. Brautirnar eru ýmist gras- eða malarbrautir. Hver braut er um 500-700 m löng og eru því styðstu vegategundir á Íslandi sem valdið hafa minnstu raski. Þá eru lendingarstaðir þyrlna enn styttri og telja 2-4 metra.
Helstu lendingarstaðir
-
Kerlingafjöll
-
etc
Flugaðferðir
Til þess að lágmarka hljóðspor loftfara í óbyggðum leggur Flugmálafélagið til eftirfarandi högun flugs. Athugið að hér eru aðeins tilmæli en ekki reglur eða algild sannindi. Ýmsar aðstæður krefjast annars konar högun til þess að tryggja öryggi og lágmarka hljóðspor. Flugmaður skal ætið meta aðstæður sjálfur miðað við bestu upplýsingar hverju sinni.
-
Forðist að yfirfljúga viðkvæm svæði svo sem tjaldsvæði, útivistarsvæði og útsýnissvæði.
-
Forðist að yfirfljúga þekktar gönguleiðir og ár þar sem göngu- eða bátafólk er á ferli.
-
Fljúgið meðfram vegum, þar sem hljóðspor er þegar til staðar, ef kostur er.
-
Fljúgið síðdegis frekar en árdegis þar sem hitauppstreymi dregur úr hljóðspori.
-
Fljúgið undan vindi yfir viðkvæm svæði þar sem meðvindur dregur úr hljóðspori.
-
Fljúgið hátt ef það hentar og gætið að 500 eða 1000 feta hæð yfir hæstu hindrun.
-
Lágmarkið uppkeyrslu og snúið nefi í átt að viðkvæmum svæðum í næsta nágrenni.
-
Notið Vx hraða í flugtaki og klifri og klifrið yfir braut með hringflugi ef aðstæður leyfa svo að hljóðspor verði helst yfir flugbrautinni.
-
Dragið strax af mótor eftir flugtak þegar aðstæður leifa. Lægri snúningur mótors lækkar hljóðspor.
-
Forðist að fljúga lengi sömu leið í lágri hæð, svo sem hringi eða fram og til baka yfir sama svæði.
-
Fljúgið á lágum snúningi ef mögulegt og stillið skiptiskrúfur um leið og mögulegt er.
-
Notið góðar stuttbrautaraðferðir og forðist að koma lágt in svo gefa þurfi afl í lok aðflugs.
-
Hagið brautarbrauni þannig að forðast megi hvers konar hemlun með mótor/skrúfu.
-
Þyrlur lágmarki tíma í lækkun þar sem flughraði er undir 55 hnútum.